Nehemíabók 10-11
Icelandic Bible
10 Á hinum innsigluðu skjölum stóðu: Nehemía landstjóri Hakalíason og Sedekía,
2 Seraja, Asarja, Jeremía,
3 Pashúr, Amarja, Malkía,
4 Hattús, Sebanja, Mallúk,
5 Harím, Meremót, Óbadía,
6 Daníel, Ginnetón, Barúk,
7 Mesúllam, Abía, Míjamín,
8 Maasja, Bilgaí, Semaja, _ þetta voru prestarnir.
9 Levítarnir: Jesúa Asanjason, Binnúí, einn af niðjum Henadads, Kadmíel,
10 og bræður þeirra: Sebanja, Hódía, Kelíta, Pelaja, Hanan,
11 Míka, Rehób, Hasabja,
12 Sakkúr, Serebja, Sebanja,
13 Hódía, Baní, Benínú.
14 Höfðingjar lýðsins: Parós, Pahat Móab, Elam, Sattú, Baní,
15 Búní, Asgad, Bebaí,
16 Adónía, Bigvaí, Adín,
17 Ater, Hiskía, Assúr,
18 Hódía, Hasúm, Besaí,
19 Haríf, Anatót, Nóbaí,
20 Magpías, Mesúllam, Hesír,
21 Mesesabeel, Sadók, Jaddúa,
22 Pelatja, Hanan, Anaja,
23 Hósea, Hananja, Hassúb,
24 Hallóhes, Pílha, Sóbek,
25 Rehúm, Hasabna, Maaseja,
26 Ahía, Hanan, Anan,
27 Mallúk, Harím og Baana.
28 Og hinir af lýðnum _ prestarnir, levítarnir, hliðverðirnir, söngvararnir, musterisþjónarnir og allir þeir, sem skilið höfðu sig frá hinum heiðnu íbúum landsins og gengist undir lögmál Guðs, konur þeirra, synir og dætur, allir þeir er komnir voru til vits og ára,
29 _ gengu í flokk með bræðrum sínum, göfugmennum þeirra, og bundu það eiðum og svardögum, að þeir skyldu breyta eftir lögmáli Guðs, því er gefið var fyrir Móse, þjón Guðs, og varðveita og halda öll boðorð Drottins, herra vors, og skipanir hans og lög:
30 Að vér skyldum ekki gifta dætur vorar hinum heiðnu íbúum landsins, né heldur taka dætur þeirra sonum vorum til handa.
31 Enn fremur, að þegar hinir heiðnu íbúar landsins kæmu með torgvörur og alls konar korn á hvíldardegi til sölu, þá skyldum vér eigi kaupa það af þeim á hvíldardegi eða öðrum helgum degi. Og að vér skyldum láta landið hvílast sjöunda árið og gefa upp öll veðlán.
32 Enn fremur lögðum vér á oss þá föstu kvöð að gefa þriðjung sikils á ári til þjónustunnar í musteri Guðs vors,
33 til raðsettu brauðanna, hinnar stöðugu matfórnar og hinnar stöðugu brennifórnar, til fórnanna á hvíldardögum og tunglkomudögum, til hátíðafórnanna, þakkarfórnanna og syndafórnanna, til þess að friðþægja fyrir Ísrael, og til allra starfa í musteri Guðs vors.
34 Og vér, prestarnir, levítarnir og lýðurinn vörpuðum hlutum um viðargjöfina, um að færa viðinn í musteri Guðs vors eftir ættum vorum á tilteknum tíma á ári hverju til þess að brenna honum á altari Drottins Guðs vors, eins og fyrir er mælt í lögmálinu.
35 Vér skuldbundum oss og til að færa frumgróða akurlands vors og frumgróða allra aldina af hvers konar trjám á ári hverju í musteri Drottins,
36 og sömuleiðis frumburði sona vorra og fénaðar, eins og fyrir er mælt í lögmálinu, og að færa frumburði nauta vorra og sauðfjár í musteri Guðs vors, til prestanna, er gegna þjónustu í musteri Guðs vors.
37 Frumgróðann af deigi voru og fórnargjöfum vorum og aldinum allra trjáa, aldinlegi og olíu viljum vér og færa prestunum inn í herbergi musteris Guðs vors og levítunum tíund af akurlandi voru, því að þeir, levítarnir, heimta saman tíundina í öllum akuryrkjuborgum vorum.
38 Og prestur, Aronsniðji, skal vera hjá levítunum, þá er þeir heimta saman tíundina, og levítarnir skulu færa tíund tíundarinnar upp í musteri Guðs vors, inn í herbergi féhirslunnar.
39 Því að í þessi herbergi skulu Ísraelsmenn og levítarnir færa fórnargjöf korns og aldinlagar og olífuolíu, þar eð hin helgu ker, prestarnir, er þjónustu gegna, hliðverðirnir og söngvararnir eru þar. Og eigi viljum vér yfirgefa musteri Guðs vors.
11 Höfðingjar lýðsins settust að í Jerúsalem, en hinir af lýðnum vörpuðu hlutkesti til þess að flytja einn af hverjum tíu inn, að hann tæki sér bústað í Jerúsalem, borginni helgu, en hinir níu tíundupartarnir bjuggu í borgunum.
2 Og lýðurinn blessaði alla þá menn, sem sjálfviljuglega réðu af að búa í Jerúsalem.
3 Þessir eru höfðingjar skattlandsins, þeir er bjuggu í Jerúsalem og í Júdaborgum _ þeir bjuggu í borgum sínum, hver á eign sinni: Ísrael, prestarnir, levítarnir, musterisþjónarnir og niðjar þræla Salómons.
4 Í Jerúsalem bjuggu bæði Júdamenn og Benjamínítar. Af Júdamönnum: Ataja Ússíason, Sakaríasonar, Amarjasonar, Sefatjasonar, Mahalaleelssonar, af niðjum Peres,
5 og Maaseja Barúksson, Kol-Hósesonar, Hasajasonar, Adajasonar, Jójaríbssonar, Sakaríasonar, sonar Sílónítans.
6 Allir niðjar Peres, þeir er bjuggu í Jerúsalem, voru samtals 468 vopnfærir menn.
7 Af Benjamínítum: Sallú Mesúllamsson, Jóedssonar, Pedajasonar, Kólajasonar, Maasejasonar, Ítíelssonar, Jesajasonar,
8 og eftir honum Gabbaí Sallaí, samtals 928.
9 Jóel Síkríson var yfirmaður þeirra, og Júda Hasnúason var annar maður æðstur yfir borginni.
10 Af prestunum: Jedaja, Jójaríb, Jakín,
11 Seraja Hilkíason, Mesúllamssonar, Sadókssonar, Merajótssonar, Ahítúbssonar, höfuðsmaður yfir musteri Guðs,
12 og bræður þeirra, sem önnuðust störfin við musterið, samtals 822, og Adaja Jeróhamsson, Pelaljasonar, Amsísonar, Sakaríasonar, Pashúrssonar, Malkíasonar,
13 og bræður hans, ætthöfðingjar, samtals 242, og Amassaí Asareelsson, Ahsaísonar, Mesillemótssonar, Immerssonar,
14 og bræður þeirra, dugandi menn, samtals 128. Yfirmaður þeirra var Sabdíel Haggedólímsson.
15 Af levítunum: Semaja Hassúbsson, Asríkamssonar, Hasabjasonar, Búnnísonar,
16 og Sabtaí og Jósabad, sem settir voru yfir utanhússverkin við musteri Guðs og báðir af flokki levítahöfðingjanna,
17 og Mattanja Míkason, Sabdísonar, Asafssonar, forsöngvarinn, sá er byrjaði lofsönginn við bænagjörðina, og Bakbúkja, annar maður æðstur af bræðrum hans, og Abda Sammúason, Galalssonar, Jedútúnssonar,
18 allir levítarnir í borginni helgu samtals 284.
19 Hliðverðirnir: Akkúb, Talmón og bræður þeirra, þeir er héldu vörð við hliðin, samtals 172.
20 Aðrir Ísraelsmenn, prestarnir og levítarnir, bjuggu í öllum hinum borgum Júda, hver á eign sinni.
21 Musterisþjónarnir bjuggu á Ófel, og Síha og Gispa voru settir yfir musterisþjónana.
22 Yfirmaður levítanna í Jerúsalem var Ússí Baníson, Hasabjasonar, Mattanjasonar, Míkasonar, af niðjum Asafs, söngvurunum við þjónustuna í musteri Guðs.
23 Því að konungleg skipun hafði verið gefin út um þá, og var visst gjald ákveðið handa söngvurunum, það er þeir þurftu með á degi hverjum.
24 Petaja Mesesabeelsson, einn af niðjum Sera Júdasonar, var umboðsmaður konungsins í öllu því, er lýðinn varðaði.
25 Að því er snertir þorpin í sveitum þeirra, þá bjuggu nokkrir af Júdamönnum í Kirjat Arba og smáborgunum þar í kring, í Díbon og smáborgunum þar í kring, í Jekabeel og þorpunum þar í kring,
26 í Jesúa, í Mólada, í Bet Pelet,
27 í Hasar Súal og í Beerseba og smáborgunum þar í kring,
28 í Siklag og í Mekóna og smáborgunum þar í kring,
29 í En Rimmon, í Sorea, í Jarmút,
30 Sanóa, Adúllam og þorpunum þar í kring, í Lakís og sveitunum þar í kring, í Aseka og smáborgunum þar í kring. Þeir höfðu tekið sér bólfestu frá Beerseba allt norður að Hinnomsdal.
31 Benjamínítar bjuggu allt frá Geba, í Mikmas, Aja, Betel og smáborgunum þar í kring,
32 í Anatót, Nób, Ananja,
33 Hasór, Rama, Gittaím,
34 Hadíd, Sebóím, Neballat,
35 Lód og Ónó, í Smiðadal.
36 Og af levítunum bjuggu sumar Júda-deildirnar í Benjamín.
by Icelandic Bible Society