Fyrri Kroníkubók 3
Icelandic Bible
3 Þessir eru synir Davíðs, er hann eignaðist í Hebron: Ammon, frumgetningurinn, við Akínóam frá Jesreel; annar var Daníel, við Abígail frá Karmel;
2 hinn þriðji Absalon, sonur Maöku, dóttur Talmaí konungs í Gesúr; hinn fjórði Adónía, sonur Haggítar;
3 hinn fimmti Sefatja, við Abítal; hinn sjötti Jitream, við Eglu, konu sinni.
4 Sex fæddust honum í Hebron. Þar ríkti hann sjö ár og sex mánuði, en í Jerúsalem ríkti hann þrjátíu og þrjú ár.
5 Og þessa eignaðist hann í Jerúsalem: Símea, Sóbab, Natan og Salómon _ fjóra alls _ við Batsúa Ammíelsdóttur,
6 enn fremur Jíbhar, Elísama, Elífelet,
7 Nóga, Nefeg, Jafía,
8 Elísama, Eljada, Elífelet _ níu alls.
9 Þetta eru allir synir Davíðs, að hjákvennasonum eigi meðtöldum. En systir þeirra var Tamar.
10 Sonur Salómons var Rehabeam, hans son var Abía, hans son Asa, hans son Jósafat,
11 hans son Jóram, hans son Ahasía, hans son Jóas,
12 hans son Amasía, hans son Asaría, hans son Jótam,
13 hans son Akas, hans son Hiskía, hans son Manasse,
14 hans son Amón, hans son Jósía.
15 Og synir Jósía voru: Jóhanan, frumgetningurinn, annar Jójakím, þriðji Sedekía, fjórði Sallúm.
16 Og synir Jójakíms: Jekonja, sonur hans; hans son var Sedekía.
17 Synir Jekonja, hins herleidda: Sealtíel, sonur hans,
18 Malkíram, Pedaja, Seneassar, Jekamja, Hósama og Nedabja.
19 Synir Pedaja voru: Serúbabel og Símeí, og synir Serúbabels: Mesúllam og Hananja. Systir þeirra var Selómít.
20 Og enn fremur Hasúba, Óhel, Berekía, Hasadja, Júsab Hesed _ fimm alls.
21 Synir Hananja voru: Pelatja og Jesaja, synir Refaja, synir Arnans, synir Óbadía, synir Sekanja.
22 Synir Sekanja voru: Semaja, og synir Semaja: Hattúa, Jígeal, Baría, Nearja og Safat _ sex alls.
23 Synir Nearja voru: Eljóenaí, Hiskía, Asríkam _ þrír alls.
24 En synir Eljóenaí voru: Hódavja, Eljasíb, Pelaja, Akkúb, Jóhanan, Delaja, Ananí _ sjö alls.
by Icelandic Bible Society